• tonlistarskoli piano
  • gitarinn
  • trommusett 1

  • klebergsskoli-vor
  • klebergsskoli-port

Nemendatónleikar Ásrúnar

Nemendur tónlistarskólans spiluðu á tónleikum í febrúar, hver nemendahópur með sínum tónlistarkennara. Ekki gafst færi á að vera með jólatónleika eins og oftast nær þar sem verkfall tónlistarkennara hafði dregist á langinn og lauk stuttu áður en jólatónleikarnir eru alla jafna haldnir. Hér fylgja nokkrar myndir af nemendatónleikum Ásrúnar tónlistarkennara. sjá fleiri myndir

Nemendatónleikar Ásrúnar feb 1 Medium 

Tónlistarskólinn að Klébergi að hefjast

Nú er Tónlistarskólinn á Klébergi að hefjast. Arnþór gítarkennari er hættur og í hans stað hefur verið ráðinn Kristján Þór Bjarnason. Kristján Þór er reyndur gítarkennari og kennir til dæmis núna í Listaskóla Mosfellsbæjar og Tónlistarskóla Kópavogs. Við bjóðum hann velkominn í hópinn en auk hans eru Sveinn og Ásrún áfram kennarar við skólann. Innritun í Tónlistarskólann fer fram í gegnum Rafræna Reykjavík, sjá tengil hér á vef skólans. Gjaldið er áfram 18.000 kr.  pr. önn og 20% systkinaafsláttur. Nánari upplýsingar er að finna á vefnum og svo má alltaf hafa samband við Huldu Þorsteinsdóttur á skrifstofu Klébergsskóla, 566-6083 eða í netfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Því miður er það stundum svo að ekki komast allir nemendur að strax og það geta því myndast biðlistar. Nemendur sem voru í námi við skólann á síðasta ári ganga fyrir og svo miðum við við aldur umsækjenda þannig að elstu nemendurnir eru teknir inn á undan þeim yngri. Staðan er einnig mismunandi eftir hljóðfærum. Kennarar skólans hafa ávallt reynt að koma öllum að sem sækja um og að enginn þurfi að vera lengi á biðlista.  Opnað hefur verið fyrir nýjar umsóknir og ef einhverjir komast ekki inn núna verður reynt að koma þeim að um áramót.